á endalausu ferðalagi...
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Jæja ætli það sé ekki best að láta vita af sér. Jólin komu og fóru, við fengum heimsókn milli jóla og nýsárs, sem var bara gaman. Við fjölskyldan fengum fullt af fallegum og sniðugum gjöfum og Viktor fékk flesta pakkana.
Við fengum hvít áramót og mikla þoku þannig að maður misti af flugeldunum sem reynt var að skjóta upp. En núna er allur snjór farinn og ég stórlega efa að það komi nokkuð meiri snjór.
Við Gústi komumst líka af því að það er flókið að vera íslenskur námsmaður í Danmörku. Þetta er ótrúleg skriffinska. Viktor Daði er Stefánsdóttir hér í DK og Sigurjónsson á IS og það breytist ekki fyrr en hann verður skírður. En þá fær hann íslenskt og danskt skírnarvottorð og verður Ágústsson!
Annars er allt bara að komast í fastar skorður og Viktor stjórnar ferðinni.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.